top of page

Svæðið

eyjólfsstaðaskógur

Á Eyjólfsstöðum hefur verið stunduð nytjaskógrækt frá árinu 1991 með stuðningi Héraðsskóga (Skógræktar ríkisins). Meira en 120 hektarar skógur hefur verið gróðursettur síðan 1990 í landi Eyjólfsstaða. Þar finnur þú frábærar gönguleiðir og stórkostlegt útsýni yfir í Lagarfljót.  Merktar gönguleiðir eru meðfram Kaldá og niður að Grímsá. Einnig er mjög gaman að ganga um skóginn um land Eyjófsstaða.

Vök

Vök er heit náttúrulaug við Urriðavatn á Austurlandi. Staðsett aðeins 15 km norður af Eyjólfsstöðum. Vök er nýjasta náttúrulaug Íslands og státar af fyrstu og einu fljótandi laugum landsins, sem gera gestum kleift að baða sig í heitu vatni, innan og umhverfis vatnið.

Sundlauginn á Egilsstöðum

Sundlaugin á Egilsstöðum er frábær staður til þess að slaka á og fá sér sundsprett. Útisundlaug með heitum pottum og vatnsrennibraut.  Hún er  staðsett í miðsvæðis í bænum.

Hengifoss

Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins, 128 metrar. Hann er  staðsettur í Hengifossá í Fljótsdalshreppi. Það er umkringt basaltlagi með þunnt, rautt lag af leir milli basaltlaganna.

Óbyggðasetur Íslands

Óbyggðasetur Íslands er frábær staður til þess að heimsækja og kynnast hvernig forfeður okkur bjuggu á einu afsekktasta býli landsins sem er staðsett rétt við jaðar stærstu víðernis Norður-Evrópu. Þar er hægt að upplifa anda fortíðarinnar með margvíslegri þjónustu: einstaka gistingu, staðbundnum mat, sýningum, hestaferðum og gönguferðum, dagsferðum, fylgdarferðum og sérsniðnum ferðum.

Skriðuklaustur

Skriðuklaustur er sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Á Skriðuklaustri stendur líka herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er jafnframt hið rómaða veitingahús Klausturkaffi.

Snæfellsstofa

Gesta- og upplýsingamiðstöð fyrir austurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Sýning um náttúru og líf á hálendinu, margmiðlun og fræðslustarf fyrir börn. Minjagripaverslun á staðnum. 

bottom of page